Sjálfstyrking

Mynd

Sjálfstyrkingarnámskeið

Yfirlit námskeiða

Markmið Námskeiðinu er ætlað að efla getu nemenda til að tjá sig og vera til. Þetta verður gert á skemmtilegan og líflegan hátt, þar sem farið verður í ýmsa vel þekkta leiki úr m.a. leiklistarkennslu.

Nemendur leysa verkefni í tímum, þar sem þeir öðlast þjálfun í framkomu. Auk þessa verður hluta námskeiðsins varið í að auka vitund nemenda um nauðsyn góðrar umhirðu líkama og sálar, í þágu sjálfsstyrkingar og vellíðunar.

Innihald
  • Kynnast hvort öðru – kynningarleikir og spjall
  • Framkoma – hvernig berum við okkur – fyrstu kynni
  • Virkja ímyndunaraflið – spunaleikir – frjó hugsun
  • Unnið með rödd og raddbeitingu.
  • Status vinna – vinnum með lágan og háan status
  • Heilsa og næring
  • Tjáning – ýmsar leiklistaræfingar
  • Umhirða húðar og hárs, tíska og stíll
  • Traust og hlustun – hlustunaræfingar og traustleikir
  • Sjálfsöryggi, upprifjun og samantekt í lokin
Kennsluaðferð Kynningar, leikir og spjall. Mikið lagt upp úr virkri þáttöku nemenda. Þetta er námskeiðið sem hefur hvað hæst í Hringsjá með gleðihrópum og hlátrasköllum.
Ávinningur Að efla sjálftraust og sjálfsvitund þátttakenda og kjark þeirra til að eiga samskipti við aðra á heilbrigðum nótum.
Lengd 30 kennslustundir
Tímasetning Almennt tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, 2 klst. í senn.

Sjá nánar í yfirliti námskeiða.

Kennari Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona.

Hringsjá náms– og starfsendurhæfing, Hátúni 10d, 105 Reykjavík
Sími: 510 9380 Tölvupóstur: hringsja@hringsja.is

Opnunartími Hringsjár er mánudaga-fimmtudags frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:30,
en á föstudögum frá kl. 8:30-12:00.