Fjármál

Mynd

Farið yfir fjármál einstaklinga á mannamáli

Yfirlit námskeiða

Markmið Á námskeiðinu er farið yfir fjármál á mannamáli. Þátttakendum eru kenndar leiðir til að fá yfirsýn yfir eigin fjármál, auka fjármálalæsi og öðlast aukið fjárhagslegt sjálfstraust.
Innihald
  • Hvað eru peningar, fjármálalæsi, hvar stend ég? Mín gildi: verðgildi og notagildi.
  • Heimilisbókhald og sparnaður, fjárhagsáætlanir, að setja sér fjárhagsleg markmið.
  • Hvernig næ ég betri stjórn á eigin fjármálum? Hagstæð innkaup, skapandi hugsun og peningar, að finna fræðsluefni um fjármál á netinu.
  • Hvar finn ég fé, okkar fjárhagslega umhverfi, bjargráð, hugtök sem snúa að fjármálum.
  • Fjárfestingar, að takast á við skuldavandamál, lán og ólán, viðhorf til peninga.
Námsefni Námsefni byggt á bókinni Ferð til fjár.
Kennsluaðferð Umræðuefni kennslustundar kynnt og farið ítarlega í efnið í umræðuformi.
Ávinningur Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að fá betri skilning og yfirsýn yfir fjármálin sín og geta þannig stjórnað sínum fjármálum á markvissari hátt.
Lengd 5 skipti, 2 klst. í senn.

Sjá nánar í yfirliti námskeiða.

Kennari Hlynur Áskelsson

Hringsjá náms– og starfsendurhæfing, Hátúni 10d, 105 Reykjavík
Sími: 510 9380 Tölvupóstur: hringsja@hringsja.is

Opnunartími Hringsjár er mánudaga-fimmtudags frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:30,
en á föstudögum frá kl. 8:30-12:00.