Aukin vellíðan

með aðferðum jákvæðrar sálfræði.

Mynd

Yfirlit námskeiða

Markmið Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu þátttakenda á leiðum til þess að auka andlega vellíðan og efla andlega heilsu og auka færni þeirra í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi.
Innihald
 1. Andleg heilsa og vellíðan - Almenn umfjöllun um andlega heilsu og vellíðan og þá þætti sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan.
  Núvitund – Kynning á grunnatriðum núvitundar. Nokkrar stuttar núvitundaræfingar prófaðar í tíma.
 2. Núvitund – Kafað dýpra í núvitund. Umræður um upplifun af núvitundaræfingunum sem gerðar voru heima og í tíma.
 3. Hvað eru styrkleikar? – Hvað eru styrkleikar og hvaða áhrif hefur það á kkur að vinna með styrkleika okkar? Hvernig finnum við helstu styrkleika okkar?
 4. Þínir styrkleikar – Hverjir eru helstu styrkleikar þínir og hvernig getur þú nýtt þá meira í dags daglegu lífi?
 5. Velvild í garð annarra – Hvernig sýnum við öðrum velvild og hver er ávinningurinn af því fyrir okkur og andlega líðan okkar?
 6. Velvild í eigin garð – Hvernig sýnum við sjálfum okkaur velvild og hvaða áhrif hefur það á líf okkar og líðan?
 7. Tilfinningar – að kljást við erfiðar tilfinningar
 8. Þakklæti - Hvað er þakklæti og hvaða áhrif hefur það á líf okkar að rækta með okkur aukið þakklæti?
 9. Hreyfing – Hvaða áhrif hefur það á andlega líðan okkar að hreyfa okkur og hvaða þættir geta stutt okkur við að stunda þá hreyfingu sem við viljum?
Námsefni Happ App – Ókeypis app sem inniheldur æfingar sem þátttakendur geta gert heima.
Útprentuð blöð með æfingum.
VIA – styrkleikapróf á netinu (ókeypis).
Kennsluaðferð Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima. Stutt núvitundaræfing í hverjum tíma.
Ávinningur Á námskeiðinu verður farið í gegnum leiðir til aukinnar vellíðunar sem byggja á rannsóknum á hamingju og vellíðan mannsins. Milli tíma gera þátttakendur æfingar sem miða að því að auka vellíðan og efla andlega heilsu. Ávinningurinn af námskeiðinu er því aukin þekking á leiðum til þess að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan og aukin færni í að beita þessum aðferðum í daglegu lífi.
Lengd 10 skipti. 30 kennslustundir.
Tímasetning Almennt tvisvar í viku, 2 klst. í senn.

Sjá nánar í yfirliti námskeiða.

Kennari Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði, diplomagráða í jákvæðri sálfræði.

Hringsjá náms– og starfsendurhæfing, Hátúni 10d, 105 Reykjavík
Sími: 510 9380 Tölvupóstur: hringsja@hringsja.is

Opnunartími Hringsjár er mánudaga-fimmtudags frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:30,
en á föstudögum frá kl. 8:30-12:00.